Erlent

Obama heimsækir Hiroshima

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Obama mun ekki ætla að biðja Japani afsökunar á árásunum, en hann ætlar að leggja blómsveig á minnissvarða um atburðinn.
Obama mun ekki ætla að biðja Japani afsökunar á árásunum, en hann ætlar að leggja blómsveig á minnissvarða um atburðinn. Vísir/EPA
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mun síðar í dag fara í sögulega heimsókn til japönsku borgarinnar Hiroshima, sem Bandaríkjamenn gjöreyddu með kjarnorkusprengju þann 6. ágúst 1945. 140 þúsund manns létust í það minnsta. Tveimur dögum síðar var annarri sprengju varpað, nú á borgina Nagasaki þar sem sjötíu þúsund manns fórust.

Heimsókn Obama er söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem sitjandi forseti heimsækir borgina. Obama mun ekki ætla að biðja Japani afsökunar á árásunum, en hann ætlar að leggja blómsveig á minnissvarða um atburðinn. Hann segir að heimsóknin sýni glöggt að jafnvel fornir fjendur geti orðið hinir sterkustu bandamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×