Erlent

Obama boðar Trump til fundar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn
Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn Vísir/Getty
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur boðað arftaka sinn Donald Trump til fundar í Hvíta húsinu á morgun, fimmtudag. Þeir munu ræða úrslit kosninganna og valdaskiptin sem framundan eru í janúar.

Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn og stefnt er á að þeir tveir muni funda þar sem Obama ætlar sér að veita Trump upplýsingar um hvernig stjórn Obama hefur verið að undirbúa valdaskiptin.

Búist er við að Obama flytji sjónvarpsræðu síðar í dag þar sem hann muni leggja áherslu á það að bandaríska þjóðin geti sameinast á ný eftir langa og stranga kosningabaráttu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×