Nýr útvarpsstjóri hreinsar til á toppnum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2014 18:19 Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira