Innlent

Nýr þingmaður fékk fjárlagafrumvarpið í hendurnar: „Shit just got serious“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Meðal þess sem þurfti að huga að við þingsetningu var myndataka fyrir althingi.is
Meðal þess sem þurfti að huga að við þingsetningu var myndataka fyrir althingi.is Mynd/Andrés Ingi
Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra 32 nýju þingmanna sem tóku sæti á þingi í dag. Andrés tekur sæti fyrir Vinstri græna. Hann tók upp á því að leyfa fylgjendum sínum á Twitter að fylgja sér í gegnum viðburðarríkan þingsetningardag líkt og hann gerði í veislu á Bessastöðum 1. desember síðastliðinn.

Sjá einnig: Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“

Við þingsetningu er þingmönnum úthlutað sæti til bráðabirgða á meðan athöfnin stendur yfir. Síðar er svo dregið í sæti. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var sessunautur Andrésar og hinum megin við Ásmund sat Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. Andrés segir þau hafa stillt glensinu í hóf í þetta skiptið, en grín þeirra með forseta Íslands olli töluverðum usla í síðustu viku.

Þá var kominn tími á að skella sér í myndatöku fyrir vef Alþingis. Myndin er raunar ekki enn komin í birtingu þar en útkoman er eflaust hin glæsilegasta

Andrés var meðal þeirra þingmanna sem kusu að sitja ekki hina hefðbundnu guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hann fylgdist þó grannt með þegar þingmenn bjuggu sig undir að ganga frá þinghúsinu yfir í kirkjuna og eins þegar þeir gengu aftur til þinghússins.

Þá var komið að ávarpi forseta Íslands og ljóst er að Andrés hefur lagt vel við hlustir.

En að hátíðarhöldum loknum hóst þingfundur, nýir þingmenn undirrituðu drengskaparheit og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 var kynnt. Alvara farin að færast í leikinn.

Í gegnum herlegheitin var Andrés með puttann á púlsinum hvað veitingarnar varðar. Sörur, snittur og brauð með áleggi var á boðstólnum fyrir þingmenn þegar 146. þing var sett í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×