Innlent

Nýr ríkissáttasemjari tekur til starfa á mánudag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun skipan nýjan ríkissáttasemjara á allra næstu dögu´m.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun skipan nýjan ríkissáttasemjara á allra næstu dögu´m. Vísir/Stefán
Hæfisnefnd sem fór yfir umsóknir um embætti ríkissaksóknara hefur skilað áliti sínu til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Skipað verður í stöðuna í vikunni en nýr ríkissaksóknari á að taka til starfa á mánudag.



Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu mun Eygló Harðardóttir skipa í stöðuna á allra næstu dögum. Hún fer nú yfir mat hæfisnefndarinnar á þeim sem sóttu um stöðuna. Skipað verður í embættið frá 1. júní næstkomandi til næstu fimm ára.



Átta umsækjendur eru um embættið en umsóknarfresturinn rann í 8. maí síðastliðinn. Þriggja manna nefnd lögfræðinga var í kjölfarið skipuð til að meta hæfni umsækjendanna; hana skipa þau Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Magnús M. Norðdahl og Hrafnhildur Stefánsdóttir.



Ekki fengust upplýsingar um niðurstöðu nefndarinnar.



Magnús Pétursson, núverandi ríkissáttasemjari, sagði starfi sínu lausu í lok febrúarmánaðar en um mánaðarmótin líkur uppsagnarfresti hans. Magnús hefur gegnt embætti ríkissáttasemjara frá 2008 þegar hann var skipaður af þáverandi félagsmálaráðherra.



Hann lætur af störfum sökum aldurs.



Líkur eru á að nýr ríkissáttasemjari komi inn í miðja kjaradeilu stærstu stéttarfélaga landsins, nema að samið verði fyrir lok vikunnar. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar á næstu vikum vegna deilnanna sem margar hverjar virðast enn í hnút.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×