Enski boltinn

Nýr markvörður mættur á Anfield

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karius mun spila í treyju númer eitt hjá Liverpool.
Karius mun spila í treyju númer eitt hjá Liverpool. vísir/getty
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á þýska markverðinum Loris Karius frá þýska liðinu Mainz 05.

„Þetta er afar góð tilfinning og það er heiður að spila fyrir félag eins og Liverpool,“ sagði Karius í samtali við heimasíðu Liverpool.

„Félagið er með einstaka sögu og stuðningsmennirnir eru stórkostlegir þannig ég hlakka mikið til að spila á Anfield.“

Karius, sem fékk treyju númer eitt, mun berjast um stöðu aðalmarkvarðar hjá Liverpool við Belgann Simon Mignolet.

Karius, sem verður 23 ára í næsta mánuði, hefur verið aðalmarkvörður Mainz undanfarin þrjú ár. Hann lék alla 34 leiki liðsins í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili.


Tengdar fréttir

Karius færist nær Liverpool

Flest bendir til þess að Liverpool sé að festa kaup á þýska markverðinum Loris Karius frá Mainz 05. Talið er að Liverpool borgi 4,7 milljónir punda fyrir Þjóðverjann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×