Enski boltinn

Nýliðaslagur á Árbökkum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjórtándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lýkur í kvöld með nýliðaslag Middlesbrough og Hull City á Riverside Stadium.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið sem eru í harðri fallbaráttu. Boro er í 16. sæti deildarinnar með 12 stig en Hull í því nítjánda með 11 stig.

Með sigri fer Boro upp í 13. sætið en sigur hjá Hull þýðir að liðið fer upp í það fimmtánda.

Bob Geldolf samdi lagið „I Don't Like Mondays“ ekki um Hull en það á samt ágætlega við liðið. Tígararnir hafa nefnilega aldrei unnið leik í úrvalsdeildinni á mánudegi í níu tilraunum.

Liðin hafa aðeins tvisvar sinnum mæst í ensku úrvalsdeildinni. Það var tímabilið 2008-09 þegar liðin unnu sitt hvorn leikinn.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×