Viðskipti innlent

Nýherji hagnast um 12 milljónir

Haraldur Guðmundsson skrifar
Finnur Oddsson segir nýtt skipulag fyrir móðurfélag Nýherja hafa tekið gildi og að því sé ætlað að einfalda starfsemi félagsins, bæta þjónustu og efla sölustarf.
Finnur Oddsson segir nýtt skipulag fyrir móðurfélag Nýherja hafa tekið gildi og að því sé ætlað að einfalda starfsemi félagsins, bæta þjónustu og efla sölustarf. Vísir/Vilhelm
Hagnaður Nýherja á þriðja ársfjórðungi nam 12 milljónum króna en fyrirtækið var rekið með um 100 milljóna tapi á sama tíma í fyrra.

Um 137 milljóna króna hagnaður var af rekstri Nýherja á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við rúmlega 1.100 milljóna tap á sama tímabili 2013. Finnur Oddsson, forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins, segir afkomuna á þriðja ársfjórðungi undir væntingum en að reksturinn á fyrstu níu mánuðum ársins sé á áætlun.

„Ágætur gangur var í rekstri móðurfélags Nýherja, á þriðja ársfjórðungi. Sala á tölvu- og tæknibúnaði var í heild yfir áætlun. Sala á Lenovo tölvum hefur vaxið töluvert síðustu misseri en tæplega tíu þúsund tölvur hafa verið seldar til fyrirtækja og einstaklinga það sem af er ári. Tekjur TM Software vaxa enn verulega á milli ára, einkum vegna mikils vaxtar í sölu á Tempo hugbúnaði sem nú stendur á bak við 44% af veltu félagsins," segir Finnur í afkomutilkynningu Nýherja. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×