Viðskipti innlent

Nýherji fyrirmyndarfyrirtæki

Samúel Karl Ólason skrifar
Finnur Oddson, forstjóri Nýherja.
Finnur Oddson, forstjóri Nýherja. Vísir/Stefán/Vilhelm
Nýherji er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum samkvæmt mati Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnhætti við Háskóla Íslands, að undangenginni ítarlegri úttekt Capacent.

„Niðurstaða úttektar Capacent á stjórnarháttum Nýherja hf. gefur skýra mynd af stjórnarháttum fyrirtækisins og bendir til þess að fyrirtækið geti að mörgu leyti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum,“ segir í umsögn um stjórnarhætti Nýherja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja.

Finnur Oddson, forstjóri Nýherja, segir að áhersla hafi verið lögð á að einfalda starfsemi fyrirtækisins að undanförnu.

„Markvisst hefur verið unnið að því að efla innra starf og draga úr áhættu í rekstri. Um leið hefur félagið lagt áherslu á að temja sér góða stjórnarhætti og hefur frá upphafi litið til reglna Viðskiptaráðs, Kauphallar og Samtaka atvinnulífsins. Það er því afar ánægjulegt að Nýherji hafi hlotið viðurkenningu Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×