Innlent

Ný vinnubrögð og eftirlit með lögreglu

Sveinn Arnarsson skrifar
Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hugnast vel fram komnar hugmyndir um eftirlitsnefnd með störfum lögreglu.
Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hugnast vel fram komnar hugmyndir um eftirlitsnefnd með störfum lögreglu. Fréttablaðið/Anton brink

stjórnsýsla Lagt er til að ráðherra dómsmála skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum, yfirfara þau og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu.

Nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í ársbyrjun um meðferð kærumála gagnvart lögreglu skilaði skýrslu sinni í mánuðinum. Ólöfu Nordal líst vel á tillögurnar og að undirbúningur sé hafinn að því að hrinda þeim í framkvæmd.

Mikilvægt væri, að mati ráðherrans, að borgararnir hefðu vissu fyrir því að á þá væri hlustað. Í skýrslunni er leitast við að gera grein fyrir hvernig eftirliti með störfum lögreglu er háttað hér á landi og fyrirkomulagi málsmeðferðar þegar borgararnir telja að lögregla hafi ekki fylgt vönduðum starfsháttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×