Ný torg, fögur borg Páll Torfi Önundarson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Forsætisráðherra lýsti nýverið fagurfræðilegri sýn sinni á miðborg Reykjavíkur. Nánar tiltekið gagnrýndi hann teikningar, sem birst hafa af stórhuga fyrirætlunum í Austurhöfn Kvosarinnar. Það er vel að slíkur maður skuli tjá sig um borgarskipulag. Sá sem þetta ritar birti í Morgunblaðinu 27. júlí sl. hugmynd að því hvernig nýta mætti Austurhöfnina til þess að bæta mannlífið í Reykjavíkurborg. Það yrði gert með því að byggja alls ekki á austurhluta lóðarinnar, rífa svarta kumbaldann á Lækjartorgi og varðveita gömlu hafnargarðana ofanjarðar. Hugsanlega mætti skapa þar síki eða opna gamla lækinn í einhverjum skilningi. Myndskýringar fylgdu, sem má sjá á https://blog.pressan.is/arkitektur/2015/08/04/horputorg-og-hafnargardurinn/. Þar sem stór hluti Reykvíkinga les ekki Morgunblaðið og betri myndir liggja nú fyrir af væntanlegum byggingum (birtar á fésbókarsíðu arkitekta) ákvað ég að skýra aftur út hugmynd mína að samfelldu Hörputorgi, nýjum „Hafnargarði“ og Lækjartorgi, sem jafnframt myndi kallast á við og tengjast Arnarhóli á hátíðum borgarbúa.Mynd 1 sýnir fyrirhugaðar hugmyndir að byggingum. Mynd 2 sýnir hvernig hugsa má sér að nýta sömu teikningu til þess að bjarga miðbæ Reykjavíkur, tryggja útsýni í suður og norður eftir Lækjargötu til Hörpunnar og Esjunnar og hvernig steypa mætti Geirsgötuna í stokk í sveigju undir nýja „Hafnargarðinn“ (en holan hefur verið grafin þar að hluta nú þegar). Væri farið eftir útfærslu myndar 2 myndi Lækjargatan kallast á við Hörpuna og Esjuna, og Arnarhóllinn og „Hafnargarðurinn“ nýi á við gömlu höfnina.Það virðist nokkuð í tísku nú, að breyta Reykjavíkurþorpinu í safn sundurleitra húsa, sem ná háum hæðum og skyggja á ljós og sól. Mín skoðun er sú að þetta þurfi að fyrirbyggja í kvosinni. Þar eigi að varðveita gamlan byggingarkúltúr án þess að nýbyggingar beri gamla tímann ofurliði. Sendi ég því forsætisráðherra og borgarstjóra hér með þessa tillögu í veikri von þess að hún hafi einhver áhrif á þankagang ráðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra lýsti nýverið fagurfræðilegri sýn sinni á miðborg Reykjavíkur. Nánar tiltekið gagnrýndi hann teikningar, sem birst hafa af stórhuga fyrirætlunum í Austurhöfn Kvosarinnar. Það er vel að slíkur maður skuli tjá sig um borgarskipulag. Sá sem þetta ritar birti í Morgunblaðinu 27. júlí sl. hugmynd að því hvernig nýta mætti Austurhöfnina til þess að bæta mannlífið í Reykjavíkurborg. Það yrði gert með því að byggja alls ekki á austurhluta lóðarinnar, rífa svarta kumbaldann á Lækjartorgi og varðveita gömlu hafnargarðana ofanjarðar. Hugsanlega mætti skapa þar síki eða opna gamla lækinn í einhverjum skilningi. Myndskýringar fylgdu, sem má sjá á https://blog.pressan.is/arkitektur/2015/08/04/horputorg-og-hafnargardurinn/. Þar sem stór hluti Reykvíkinga les ekki Morgunblaðið og betri myndir liggja nú fyrir af væntanlegum byggingum (birtar á fésbókarsíðu arkitekta) ákvað ég að skýra aftur út hugmynd mína að samfelldu Hörputorgi, nýjum „Hafnargarði“ og Lækjartorgi, sem jafnframt myndi kallast á við og tengjast Arnarhóli á hátíðum borgarbúa.Mynd 1 sýnir fyrirhugaðar hugmyndir að byggingum. Mynd 2 sýnir hvernig hugsa má sér að nýta sömu teikningu til þess að bjarga miðbæ Reykjavíkur, tryggja útsýni í suður og norður eftir Lækjargötu til Hörpunnar og Esjunnar og hvernig steypa mætti Geirsgötuna í stokk í sveigju undir nýja „Hafnargarðinn“ (en holan hefur verið grafin þar að hluta nú þegar). Væri farið eftir útfærslu myndar 2 myndi Lækjargatan kallast á við Hörpuna og Esjuna, og Arnarhóllinn og „Hafnargarðurinn“ nýi á við gömlu höfnina.Það virðist nokkuð í tísku nú, að breyta Reykjavíkurþorpinu í safn sundurleitra húsa, sem ná háum hæðum og skyggja á ljós og sól. Mín skoðun er sú að þetta þurfi að fyrirbyggja í kvosinni. Þar eigi að varðveita gamlan byggingarkúltúr án þess að nýbyggingar beri gamla tímann ofurliði. Sendi ég því forsætisráðherra og borgarstjóra hér með þessa tillögu í veikri von þess að hún hafi einhver áhrif á þankagang ráðamanna.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar