Ný torg, fögur borg Páll Torfi Önundarson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Forsætisráðherra lýsti nýverið fagurfræðilegri sýn sinni á miðborg Reykjavíkur. Nánar tiltekið gagnrýndi hann teikningar, sem birst hafa af stórhuga fyrirætlunum í Austurhöfn Kvosarinnar. Það er vel að slíkur maður skuli tjá sig um borgarskipulag. Sá sem þetta ritar birti í Morgunblaðinu 27. júlí sl. hugmynd að því hvernig nýta mætti Austurhöfnina til þess að bæta mannlífið í Reykjavíkurborg. Það yrði gert með því að byggja alls ekki á austurhluta lóðarinnar, rífa svarta kumbaldann á Lækjartorgi og varðveita gömlu hafnargarðana ofanjarðar. Hugsanlega mætti skapa þar síki eða opna gamla lækinn í einhverjum skilningi. Myndskýringar fylgdu, sem má sjá á https://blog.pressan.is/arkitektur/2015/08/04/horputorg-og-hafnargardurinn/. Þar sem stór hluti Reykvíkinga les ekki Morgunblaðið og betri myndir liggja nú fyrir af væntanlegum byggingum (birtar á fésbókarsíðu arkitekta) ákvað ég að skýra aftur út hugmynd mína að samfelldu Hörputorgi, nýjum „Hafnargarði“ og Lækjartorgi, sem jafnframt myndi kallast á við og tengjast Arnarhóli á hátíðum borgarbúa.Mynd 1 sýnir fyrirhugaðar hugmyndir að byggingum. Mynd 2 sýnir hvernig hugsa má sér að nýta sömu teikningu til þess að bjarga miðbæ Reykjavíkur, tryggja útsýni í suður og norður eftir Lækjargötu til Hörpunnar og Esjunnar og hvernig steypa mætti Geirsgötuna í stokk í sveigju undir nýja „Hafnargarðinn“ (en holan hefur verið grafin þar að hluta nú þegar). Væri farið eftir útfærslu myndar 2 myndi Lækjargatan kallast á við Hörpuna og Esjuna, og Arnarhóllinn og „Hafnargarðurinn“ nýi á við gömlu höfnina.Það virðist nokkuð í tísku nú, að breyta Reykjavíkurþorpinu í safn sundurleitra húsa, sem ná háum hæðum og skyggja á ljós og sól. Mín skoðun er sú að þetta þurfi að fyrirbyggja í kvosinni. Þar eigi að varðveita gamlan byggingarkúltúr án þess að nýbyggingar beri gamla tímann ofurliði. Sendi ég því forsætisráðherra og borgarstjóra hér með þessa tillögu í veikri von þess að hún hafi einhver áhrif á þankagang ráðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra lýsti nýverið fagurfræðilegri sýn sinni á miðborg Reykjavíkur. Nánar tiltekið gagnrýndi hann teikningar, sem birst hafa af stórhuga fyrirætlunum í Austurhöfn Kvosarinnar. Það er vel að slíkur maður skuli tjá sig um borgarskipulag. Sá sem þetta ritar birti í Morgunblaðinu 27. júlí sl. hugmynd að því hvernig nýta mætti Austurhöfnina til þess að bæta mannlífið í Reykjavíkurborg. Það yrði gert með því að byggja alls ekki á austurhluta lóðarinnar, rífa svarta kumbaldann á Lækjartorgi og varðveita gömlu hafnargarðana ofanjarðar. Hugsanlega mætti skapa þar síki eða opna gamla lækinn í einhverjum skilningi. Myndskýringar fylgdu, sem má sjá á https://blog.pressan.is/arkitektur/2015/08/04/horputorg-og-hafnargardurinn/. Þar sem stór hluti Reykvíkinga les ekki Morgunblaðið og betri myndir liggja nú fyrir af væntanlegum byggingum (birtar á fésbókarsíðu arkitekta) ákvað ég að skýra aftur út hugmynd mína að samfelldu Hörputorgi, nýjum „Hafnargarði“ og Lækjartorgi, sem jafnframt myndi kallast á við og tengjast Arnarhóli á hátíðum borgarbúa.Mynd 1 sýnir fyrirhugaðar hugmyndir að byggingum. Mynd 2 sýnir hvernig hugsa má sér að nýta sömu teikningu til þess að bjarga miðbæ Reykjavíkur, tryggja útsýni í suður og norður eftir Lækjargötu til Hörpunnar og Esjunnar og hvernig steypa mætti Geirsgötuna í stokk í sveigju undir nýja „Hafnargarðinn“ (en holan hefur verið grafin þar að hluta nú þegar). Væri farið eftir útfærslu myndar 2 myndi Lækjargatan kallast á við Hörpuna og Esjuna, og Arnarhóllinn og „Hafnargarðurinn“ nýi á við gömlu höfnina.Það virðist nokkuð í tísku nú, að breyta Reykjavíkurþorpinu í safn sundurleitra húsa, sem ná háum hæðum og skyggja á ljós og sól. Mín skoðun er sú að þetta þurfi að fyrirbyggja í kvosinni. Þar eigi að varðveita gamlan byggingarkúltúr án þess að nýbyggingar beri gamla tímann ofurliði. Sendi ég því forsætisráðherra og borgarstjóra hér með þessa tillögu í veikri von þess að hún hafi einhver áhrif á þankagang ráðamanna.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar