Lífið

Notuðu óvart „karltáknið“ á forsíðu

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Fyrri myndin sýnir forsíðuna með karltákninu sem var prentuð fyrir mistök.
Fyrri myndin sýnir forsíðuna með karltákninu sem var prentuð fyrir mistök. mynd/skjáskot
Tímaritið Express, sem gefið er út af bandaríska dagblaðinu Washington Post, hefur beðist afsökunar á því að hafa fyrir mistök prentað út forsíðu blaðsins með stórri mynd af karltákninu, í stað kventáknsins.

Myndin átti að vera til stuðnings grein um jafnréttisgöngu sem 150 þúsund konur tóku þátt í og átti hún að sýna fjölda kvenna mynda hið svokalla kventákn.

Netverjar voru ekki lengi að átta sig á mistökunum en blaðið baðst afsökunar örskömmu síðar.

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð nokkurra tístara í kjölfar klúðursins: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×