Lífið

Nota greniköngla til matargerðar

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Jónasi og Ómari er mikið í mun að nýta matarafurðir sem best.
Jónasi og Ómari er mikið í mun að nýta matarafurðir sem best. Vísir/Ernir
Nýverið tóku kokkarnir Jónas Oddur Björnsson og Ómar Stefánsson tímabundið við veitingarekstri Hannesarholts.

Jónas og Ómar leggja sig alla fram við að nota hráefni sem finnast í íslenskri náttúru og að nýta allar afurðir sem best.

„Það er alveg hundrað prósent nýting hjá okkur strákunum, við erum alveg á móti matarsóun,“ segir Jónas og nefnir sem dæmi að hann hafi nýverið náð sér í greni sem hann notar til þess að búa til greniolíu.

Notuð eru ýmis hráefni úr náttúrunni til matargerðarinnar.Vísir/Ernir
Greniolíuna stefni hann meðal annars á að nota til þess að bragðbæta ís. Einnig hafa þeir notað greniköngla í matreiðsluna. „Ég nota könglana sem krydd. Þeir gefa rosalega góðan svona jólakeim.“

Jónas segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt og mikið sé af náttúruafurðum sem hægt sé að nýta. 

„Það er til dæmis haugarfi sem fólk lítur ekki við. En þegar þú ert búin að þrífa arfann og borðar hann er þetta bara eins og salat. Orðið haugarfi er bara mjög fráhrindandi og veldur því að fólk er hrætt við að borða hann,“ segir hann. 

„Fólk á að vera óhrætt og nota hugmyndaflugið, það er hægt að nýta allt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×