Innlent

NORNA-ráðstefna á Nordica

Hreinlæti skiptir miklu þegar kemur að skurðaðgerðum
Hreinlæti skiptir miklu þegar kemur að skurðaðgerðum Mynd úr safni
Samtök norrænna skurðhjúkrunarfræðinga halda fast við fyrri áætlanir um að halda ráðstefnu á Íslandi, þrátt fyrir eldgosið í Grímsvötnum. Um 300 félagsmenn sækja ráðstefnu samtakanna Nordic Operating Room Nurses Association, eða NORNA.

Yfirskrift þessarar þriðju ráðstefnu NORNA er Hreinlæti og verða haldnir fjölda fyrirlestra þar sem meðal annars er fjallað um þrif áhalda, handþvott og leiðir til að koma í veg fyrir sýkingar.

Á vef NORNA segir að skipulagsnefnd hafi fundað um hvort halda ætti ráðstefnuna samkvæmt áætlun, í ljósi gossins í Grímsvötnum, en minnst tveimur alþjóðlegum ráðstefnum sem halda átti á Íslandi var aflýst vegna hamfaranna.

Skipulagsnefndin tók hins vegar þá ákvörðun að halda óbreyttri áætlun. Ráðstefnan hefst því í kvöld á Hótel Nordica og stendur hún fram á föstudag.

Vefur NORNA





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×