Sport

Norén hrósaði sigri á breska Masters mótinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alex Norén fagnar sigri á Breska Masters mótinu.
Alex Norén fagnar sigri á Breska Masters mótinu. Vísir/Getty
Svíinn Alex Norén vann sigur á breska Masters mótinu í golfi sem lauk í dag í Watford í Englandi.

Norén var í forystu eftir þriðja hringinn í gær og hafði þriggja högga forystu fyrir fjórða og síðasta hringinn. Richard Bland var í öðru sæti og í kjölfarið fylgdu nokkrir kylfingar fjórum höggum á eftir Norén, m.a. Lee Westwood.

Lokahringurinn í dag var spennandi. Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger jafnaði Norén á 15.braut þegar hann komst 16 högg undir par. Tommy Fleetwood og Richard Bland voru þar á eftir á 15 höggum undir og Westwood á 14 höggum undir pari.

Norén náði hins vegar góðum fugli á 16.braut og komst aftur í forystuna. Hann var svo nálægt öðrum fugli á 17.braut en hélt Wiesberger einu höggi fyrir aftan sig.

Wiesberger átti svo misheppnuð högg á 17. og 18.braut þegar hann freistaði þess að ná Norén. Svíinn lék hins vegar öruggt golf og tryggði sér að lokum sigur með tveggja högga mun. Hann endaði mótið á 18 höggum undir pari en Wiesberger náði 2.sætinu á 16 höggum undir. Westwood skaust svo upp í þriðja sætið og lék í heildina á 15 höggum undir pari.

Þetta er sjöundi titill Norén á evrópsku mótaröðinni en hann hefur best náð 9.sæti á einu af stórmótunum fjórum, árið 2012 á Opna breska meistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×