SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Noregur međ nauman sigur á Katar

 
Handbolti
14:20 10. JANÚAR 2016
Úr leik Norđmanna og Dana í gćr.
Úr leik Norđmanna og Dana í gćr. VÍSIR/AFP
Anton Ingi Leifsson skrifar

Noregur vann Katar 26-25 á Gullmótinu í Frakklandi, æfingarmóti fjögurra þjóða fyrir EM í Póllandi, en Ísland er einmitt með Noregi í riðli á Evrópumótinu sem hefst á föstudaginn.

Norðmenn voru einu marki undir í hálfleik, 12-11, en þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu gegn Frakklandi og Danmörku. Þeir spýttu í lófann í síðari hálfleik og unnu að lokum, 26-25.

Ísland og Noregur mætast í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í Póllandi á föstudag, en þetta var síðasti liður þjóðanna í undirbúningi fyrir EM.

Hvíta-Rússland, sem einnig er með íslenska liðinu í riðli á EM, gerði jafntefli, 28-28, við Rússland í æfingarleik í dag.

Hvít-Rússar gerðu einnig jafntefli í gær, en þá gerðu þeir jafntefli við Holland, 34-34. Þetta var því annað jafntefli Hvíta-Rússlands á tveimur dögum.

Rússar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 16-12 í hálfleik. Í síðari hálfleik fóru hins vegar Hvít-Rússar í gang og lokatölur urðu 28-28.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Noregur međ nauman sigur á Katar
Fara efst