Noregur me­ nauman sigur ß Katar

 
Handbolti
14:20 10. JAN┌AR 2016
┌r leik Nor­manna og Dana Ý gŠr.
┌r leik Nor­manna og Dana Ý gŠr. V═SIR/AFP
Anton Ingi Leifsson skrifar

Noregur vann Katar 26-25 á Gullmótinu í Frakklandi, æfingarmóti fjögurra þjóða fyrir EM í Póllandi, en Ísland er einmitt með Noregi í riðli á Evrópumótinu sem hefst á föstudaginn.

Norðmenn voru einu marki undir í hálfleik, 12-11, en þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu gegn Frakklandi og Danmörku. Þeir spýttu í lófann í síðari hálfleik og unnu að lokum, 26-25.

Ísland og Noregur mætast í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í Póllandi á föstudag, en þetta var síðasti liður þjóðanna í undirbúningi fyrir EM.

Hvíta-Rússland, sem einnig er með íslenska liðinu í riðli á EM, gerði jafntefli, 28-28, við Rússland í æfingarleik í dag.

Hvít-Rússar gerðu einnig jafntefli í gær, en þá gerðu þeir jafntefli við Holland, 34-34. Þetta var því annað jafntefli Hvíta-Rússlands á tveimur dögum.

Rússar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 16-12 í hálfleik. Í síðari hálfleik fóru hins vegar Hvít-Rússar í gang og lokatölur urðu 28-28.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Handbolti / Noregur me­ nauman sigur ß Katar
Fara efst