Nokkur orð um rannsóknir og samkeppnissjóði Eiríkur Smári Sigurðarson og Ásta Sif Erlingsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun