Nokkrir öflugir skjálftar í Bárđarbungu

 
Innlent
11:54 01. MARS 2017
Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flćddi úr öskju Bárđarbungu en engin merki eru um gosóróa á svćđinu nú.
Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flćddi úr öskju Bárđarbungu en engin merki eru um gosóróa á svćđinu nú. VÍSIR/EGILL AĐALSTEINSSON.

„Já, það var smá hrina í morgun með nokkrum öflugum skjálftum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi.

Í morgun urðu fimm skjálftar í Bárðarbungu sem mældust stærri en þrír, sá stærsti var að stærð 4,1 og varð rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Bryndís segir að engin merki séu um gosóróa á svæðinu. Nokkuð hefur verið um svona hrinur í Bárðarbungu eftir að gosinu í henni lauk í upphafi árs 2015 og segir Bryndís að seinasta hrina hafi til að mynda verið um mánaðamótin janúar/febrúar.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni á vef Veðurstofu Íslands.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Nokkrir öflugir skjálftar í Bárđarbungu
Fara efst