Innlent

Nóg við að vera á páskadag

vísir/valgarður
Þó flest sé lokað í dag, páskadag, er þó eitt og annað sem landsmenn geta fundið sér til að gera.

Messað var í flestum kirkjum landsins í morgun og hafa eflaust margir minnst frelsarans þar. Fyrir þá sem vilja eyða deginum með öðrum hætti er nóg við að vera.

Áætlað var að öll skíðasvæði landsins yrðu opin í dag en vegna veðurs er lokað í Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Hinsvegar eru skíðasvæðin í Hlíðarfjalli, Tungudal, Oddskarði og Stafdal öll opin.

Fyrir þá sem vilja synda nokkrar ferðir eða slappa af í pottinum eru Árbæjar-, Vesturbæjar og Laugardalslaug opnar til sex í dag. Í Laugardalnum er hægt að skella sér á skauta en Skautahöll Reykjavíkur er einnig opin til klukkan sex í dag. Hið sama er hægt að gera á Akureyri þar sem Skautahöllin verður opin í dag. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn var opnaður klukkan tíu í morgun og verður honum lokað klukkan fimm.

Og loks er hægt að skemmta sér yfir nýjustu kvikmyndunum en bíóhús höfuðborgarsvæðisins eru öll opin í dag.

Af þessari upptalningu að dæma má ætla að enginn þurfi að láta sér leiðast í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×