Viðskipti erlent

Nóg að gera í App Store - 40 milljarðar smáforrita hlaðið niður

Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag að búið sé að hlaða niður yfir 40 milljörðum smáforrita úr netverslunni App Store frá því að hún var sett á laggirnar árið 2008. Yfir 500 milljónir notendur eru með reikning í versluninni.

Árið 2012 var langbesta árið, en þá var um helmingnum hlaðið niður, eða 20 milljörðum forrita. Í desember var 2 milljörðum forrita hlaðið niður, sem er besti árangurinn í einum mánuði frá upphafi.

Um 775 þúsund smáforrit eru í boði í App Store.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×