Körfubolti

Njarðvíkingum líður illa í sjónvarpinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Friðrik Ingi þarf að rífa sitt lið upp í sjónvarpsleikjunum.
Friðrik Ingi þarf að rífa sitt lið upp í sjónvarpsleikjunum. vísir/ernir

Árangur körfuboltaliðs Njarðvíkur í beinum útsendingum á Stöð 2 Sport er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Njarðvíkingum virðist hreinlega líða illa í beinni því þeir vinna afar sjaldan er þeir fá að sanna sig fyrir áskrifendum stöðvarinnar.

Á síðustu þrem tímabilum hefur Stöð 2 Sport sýnt beint frá nítján leikjum Njarðvíkurliðsins. Aðeins sex af þessum leikjum hafa unnist. Fyrir þá sem eru ekki sleipir í stærðfræði þýðir þetta að Njarðvík hefur tapað þrettán af þessum nítján leikjum.

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, væri líklega til í að sleppa sjónvarpsleikjunum því aðeins þrír af ellefu sjónvarpsleikjum Njarðvíkur undir hans stjórn hafa unnist.

Sjónvarpsleikir Njarðvíkur síðustu þrjú tímabil

2013-14:

Njarðvík - Keflavík 85-88 (TAP)

Njarðvík - Stjarnan 98-87 (SIGUR)

Keflavík - Njarðvík 105-84 (TAP)

Njarðvík - Haukar 81-77 (SIGUR)

Njarðvík - Grindavík 73-95 (TAP)

Grindavík - Njarðvík 89-73 (TAP)

Njarðvík - Grindavík 77-68 (SIGUR)

Grindavík - Njarðvík 120-95 (TAP)

2014-15:

Njarðvík - Keflavík 74-86 (TAP)

Stjarnan - Njarðvík 87-80 (TAP)

Njarðvík - Stjarnan 101-88 (SIGUR)

Njarðvík - Stjarnan 92-73 (SIGUR)

Njarðvík - KR  85-84 (SIGUR)

KR - Njarðvík 79-62 (TAP)

KR - Njarðvík 83-75 (TAP)

KR -Njarðvík 102-94 (TAP)

2015-16:

Njarðvík - Keflavík 84-94 (TAP)

KR - Njarðvík 105-76 (TAP)

Stjarnan - Njarðvík 80-70 (TAP)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×