Erlent

Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/Getty
Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Kathy Heller segir að Trump hafi kysst sig án vilja hennar á heimili Trump í Flórída fyrir tuttugu árum síðan.

Eftir að upp komst um myndband frá árin 2005 þar Trump stærði sig því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna“ hafa alls átta konur stigið fram með ásakanir sem svipa mjög til þess sem Trump lýsti í umræddu myndbandi.

Heller, sem nú er 63 ára, lýsir reynslu sinni af Trump í viðtali við The Guardian. Þar segir hún að fyrir tuttugu árum hafi hún hitt Trump í fyrsta og eina skipti. Þar hafi hann gripið í hana og reynt að kyssa hana.

Við það hafi Heller reynt að koma sér undan. Segir hún að Trump hafi ekki tekið það í mál, haldið henni fastri og kysst hana.

Í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna þvertók Trump fyrir að hafa nokkru sinni gert eitthvað slíkt. Heller segist hafa fengið holskeflu af tölvupóstum fá ættingjum og vinum eftir að ásakanirnar á hendur Trump hrönnuðust upp. Heller hafði sagt þeim frá þessu fyrir mörgum árum en aldrei stigið fram fyrr en nú.

Mjög hefur fjarað undan kosningabaráttu Trump eftir að konurnar níu stigu fram. Bætast þær ásakanir við fregnir af því að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt til fjölda ára í Bandaríkjunum.

Sigurlíkur Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata, hafa aukist til muna undanfarnar vikur. Framundan eru þriðju og síðustu kappræður Trump og Hillary. Fara þær fram á miðvikudaginn en gengið verður til kosninga 8. nóvember.


Tengdar fréttir

Trump skorar á Clinton í lyfjapróf

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×