Lífið

Niðurlægðir í morgunsjónvarpi vegna grasreykinga

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Þegar allt lék í lyndi hjá feðgunum Jackie og Jaycee.
Þegar allt lék í lyndi hjá feðgunum Jackie og Jaycee.
Kai Ko er stórstjarna í Taívan. Hann hefur nú beðist afsökunar á glæpum sínum.
Hasarleikarinn Jackie Chanbaðst opinberlega afsökunar á blogginu sínu í dag vegna þess að sonur hans, leikarinn Jaycee Chan, var handtekinn fyrir vörslu marijúana í Peking í vikunni ásamt kvikmyndastjörnunni Kai Ko frá Taívan. „Þegar ég heyrði fréttirnar fyrst var ég öskureiður. Sem opinber persóna þá skammast ég mín mikið. Hjarta mitt brast,“ segir Chan tilfinningasamur en hann var valinn talsmaður gegn vímuefnum af Peking-borg árið 2009.

Jaycee, sem er 31 ára, var handtekinn á fimmtudaginn en 100 grömm af marijúana fundust á heimili hans. Báðir leikararnir voru með THC-efni í blóðinu. „Ég vona að allt ungt fólk læri sína lexíu af Jaycee,“ segir Jackie.

Herferð kínversku ríkisstjórnarinnar gegn vímuefnum hefur verið ansi hörð á köflum en á þriðjudagsmorgun sýndi ríkisfjölmiðill Kína upptökur af yfirheyrslunum yfir Jaycee og Kai Ko. Þar mátti meðal annars sjá Ko grátandi og sjúgandi upp í nös á meðan hann bað vini sína og vandamenn afsökunar fyrir það að hafa neytt vímuefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×