Lífið

Neytendur hvattir til þess að kaupa gallabuxur

Baldvin Þormóðsson skrifar
Gallabuxur teljast vera klassísk flík til þess að eiga í fataskápnum.
Gallabuxur teljast vera klassísk flík til þess að eiga í fataskápnum. vísir/getty
Gallabuxur þykja jafnan vera flík sem að neytendur klæðast allt árið um kring en nú virðast tískumerki hinsvegar markaðssetja þær sérstaklega sem haustvöru.

Ekki bara létu bæði tímaritin Glamour og Marie-Claire forsíðufyrirsætur sínar klæðast svokölluðum denim-on-denim klæðnaði í ágústútgáfum sínum heldur hafa tískumerki farið mikinn í að nota gallabuxur í væntanlegar fatalínur sínar.

Stærsta gallabuxnamarkaðssetningin verður að teljast hjá Madewell sem að kynna til leiks hvorki meira né minna en 47 nýjar gallabuxnatýpur heldur hefur framleiðandinn farið af stað með svokallaðann denim bar á vefsíðu sinni.

Í þokkabót eru neytendur hvattir til þess að nota kassamerkið #denimmadewell við myndirnar sínar á samfélagsmiðlunum.

Annað tískumerki sem að er með svipaðar hugmyndir um gallabuxnatísku haustsins er Calvin Klein þar sem að fyrirsætan fyrir nýju fatalínu tískumerkisins, Lara Stone, klæðist einungis gallaefni en Calvin Klein vonast einnig til þess að neytendur noti kassamerkið #mycalvins við myndbirtingar á samfélagsmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×