Neytendasamtökin með þér úti í búð Teitur Atlason skrifar 20. október 2016 07:00 Um helgina verða kosningar í Neytendasamtökunum. Eftir þær mun kveða við nýjan tón því Jóhannes Gunnarsson hverfur úr eldlínu neytendamálanna og annar tekur við. Ég er í framboði til formanns og í þessari grein langar mig til að fara yfir áherslur mínar nái ég kjöri. Neytendasamtökin eiga að vera félagsskapur sem fer með þér út í búð. Þau eiga að vera með þér að raða í körfuna, standa við hliðina á þér í röðinni og fara með þér yfir merkingar og verðlag. Neytendasamtökin eiga að vera með þér í liði þegar þú ert í þínum daglegu verkum, að kaupa mjólk og brauð, bensín og keyra krakkana í tómstundir. Og þegar verðlag á nauðsynjavörum er allt of hátt eða merkingar á matnum í ruglinu (ekki sagt frá sykurinnihaldi eða eitthvað drullumall selt sem nautakjöt) þá eiga Neytendasamtökin að láta í sér heyra. Tala hátt og skýrt, og taka slaginn fyrir þig. Til þess að þetta sé svona þurfa Neytendasamtökin að halda fókus. Þau þurfa að einbeita sér að daglegum málefnum neytenda, að daglegum útgjöldum fjölskyldunnar. Og þau þurfa að gera eitt í einu en ekki dreifa kröftunum í allar áttir. Vissulega má segja að fjölmörg málefni varði neytendur og öll samfélagsmál séu neytendamál, því öll erum við neytendur. Þannig mætti færa rök fyrir því að umhverfismálin og heilbrigðismálin séu neytendamál, íslenska krónan og framtíð áliðnaðarins og staðsetning nýs spítala séu beint og óbeint neytendamál, og þess vegna eigi Neytendasamtökin að beina sjónum sínum að þeim. Ég er ekki sammála þessu. Vissulega eru hin almennu þjóðfélagsmál mikilvæg fyrir okkur öll. En til þess að Neytendasamtökin geti skipt máli og gegnt mikilvægu hlutverki fyrir okkur, þá þurfa þau að halda fókus. Það er ákveðin verkaskipting í samfélaginu okkar. Neytendasamtökin eru ekki stjórnmálaflokkur og þau eiga ekki að eyða öllum kröftum sínum í málefni sem varða almenna hagstjórn, kjarasamninga eða umhverfisstefnu. Við getum og eigum að hafa skoðun á þessum og öllum öðrum samfélagsmálum, en við verðum líka að passa okkur á því að allir séu að grufla í öllu, eins og afi minn sagði stundum.Trú upphaflegum tilgangi Mín skoðun er sú að Neytendasamtökin eigi að vera trú hinum upphaflega tilgangi sínum, þ.e. að passa upp á verðlag í landinu, berjast fyrir bættum rétti neytenda og stuðla að betri vörumerkingum og ryðja fram rás fyrir samkeppni þar sem fákeppni ríkir. Í gegnum þetta grundvallarstarf getum við haft jákvæð áhrif á líf venjulegs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er sannarlega af nógu að taka. Upplýstur neytandi er upplýstur borgari og þessir tveir eru byggingarefni allra almennilegra samfélaga. Við eigum að sjálfsögðu að álykta um dýravernd, hagstjórn, heilbrigðismál, eða staðsetningu nýs spítala, en þetta ættu ekki að vera kjarnamál Neytendasamtakanna. Tæknibylting snjallsímanna opnar fyrir okkur ótrúleg tækifæri. Upplýsingar um vöru er hægt að kalla fram með strikamerkjaskanna sem eru í öllum snjallsímum. Styrkur Neytendasamtakanna mun samt aldrei liggja í appi eða í gagnvirkri vefsíðu. Hann liggur í samstöðu hinna mörgu og einbeittum vilja til að knýja fram hið rétta. Vettvangur Neytendasamtakanna er ekki fyrir framan skjáinn heldur fyrir framan afgreiðsluborðið. Ég tel það eðlilegan þátt í vinnuskyldu formanns Neytendasamtakanna að vera sýnilegur á vettvangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undarlegri hækkun milli mánaða. Hann á að skoða, kanna, spyrja, sýna sig, vera til staðar, láta í sér heyra, spjalla við fólk og spyrna við fæti þegar þurfa þykir. Neytendasamtökin þurfa að finna til máttar síns og vera tilbúin að taka slagina þegar þeir koma. Í þeirri viðleitni eigum við að vera reiðubúin að ganga eins langt og þurfa þykir. Gerum eitt í einu. Fókuserum á aðalatriðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um helgina verða kosningar í Neytendasamtökunum. Eftir þær mun kveða við nýjan tón því Jóhannes Gunnarsson hverfur úr eldlínu neytendamálanna og annar tekur við. Ég er í framboði til formanns og í þessari grein langar mig til að fara yfir áherslur mínar nái ég kjöri. Neytendasamtökin eiga að vera félagsskapur sem fer með þér út í búð. Þau eiga að vera með þér að raða í körfuna, standa við hliðina á þér í röðinni og fara með þér yfir merkingar og verðlag. Neytendasamtökin eiga að vera með þér í liði þegar þú ert í þínum daglegu verkum, að kaupa mjólk og brauð, bensín og keyra krakkana í tómstundir. Og þegar verðlag á nauðsynjavörum er allt of hátt eða merkingar á matnum í ruglinu (ekki sagt frá sykurinnihaldi eða eitthvað drullumall selt sem nautakjöt) þá eiga Neytendasamtökin að láta í sér heyra. Tala hátt og skýrt, og taka slaginn fyrir þig. Til þess að þetta sé svona þurfa Neytendasamtökin að halda fókus. Þau þurfa að einbeita sér að daglegum málefnum neytenda, að daglegum útgjöldum fjölskyldunnar. Og þau þurfa að gera eitt í einu en ekki dreifa kröftunum í allar áttir. Vissulega má segja að fjölmörg málefni varði neytendur og öll samfélagsmál séu neytendamál, því öll erum við neytendur. Þannig mætti færa rök fyrir því að umhverfismálin og heilbrigðismálin séu neytendamál, íslenska krónan og framtíð áliðnaðarins og staðsetning nýs spítala séu beint og óbeint neytendamál, og þess vegna eigi Neytendasamtökin að beina sjónum sínum að þeim. Ég er ekki sammála þessu. Vissulega eru hin almennu þjóðfélagsmál mikilvæg fyrir okkur öll. En til þess að Neytendasamtökin geti skipt máli og gegnt mikilvægu hlutverki fyrir okkur, þá þurfa þau að halda fókus. Það er ákveðin verkaskipting í samfélaginu okkar. Neytendasamtökin eru ekki stjórnmálaflokkur og þau eiga ekki að eyða öllum kröftum sínum í málefni sem varða almenna hagstjórn, kjarasamninga eða umhverfisstefnu. Við getum og eigum að hafa skoðun á þessum og öllum öðrum samfélagsmálum, en við verðum líka að passa okkur á því að allir séu að grufla í öllu, eins og afi minn sagði stundum.Trú upphaflegum tilgangi Mín skoðun er sú að Neytendasamtökin eigi að vera trú hinum upphaflega tilgangi sínum, þ.e. að passa upp á verðlag í landinu, berjast fyrir bættum rétti neytenda og stuðla að betri vörumerkingum og ryðja fram rás fyrir samkeppni þar sem fákeppni ríkir. Í gegnum þetta grundvallarstarf getum við haft jákvæð áhrif á líf venjulegs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er sannarlega af nógu að taka. Upplýstur neytandi er upplýstur borgari og þessir tveir eru byggingarefni allra almennilegra samfélaga. Við eigum að sjálfsögðu að álykta um dýravernd, hagstjórn, heilbrigðismál, eða staðsetningu nýs spítala, en þetta ættu ekki að vera kjarnamál Neytendasamtakanna. Tæknibylting snjallsímanna opnar fyrir okkur ótrúleg tækifæri. Upplýsingar um vöru er hægt að kalla fram með strikamerkjaskanna sem eru í öllum snjallsímum. Styrkur Neytendasamtakanna mun samt aldrei liggja í appi eða í gagnvirkri vefsíðu. Hann liggur í samstöðu hinna mörgu og einbeittum vilja til að knýja fram hið rétta. Vettvangur Neytendasamtakanna er ekki fyrir framan skjáinn heldur fyrir framan afgreiðsluborðið. Ég tel það eðlilegan þátt í vinnuskyldu formanns Neytendasamtakanna að vera sýnilegur á vettvangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undarlegri hækkun milli mánaða. Hann á að skoða, kanna, spyrja, sýna sig, vera til staðar, láta í sér heyra, spjalla við fólk og spyrna við fæti þegar þurfa þykir. Neytendasamtökin þurfa að finna til máttar síns og vera tilbúin að taka slagina þegar þeir koma. Í þeirri viðleitni eigum við að vera reiðubúin að ganga eins langt og þurfa þykir. Gerum eitt í einu. Fókuserum á aðalatriðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun