Lífið

Neyðarlegt atvik í beinni: „Ég held að þið séuð með rangan gest“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vandræðalegt.
Vandræðalegt. Vísir
Þáttastjórnendurnir Rachel Burden og John Kay hafa átt betri dag í vinnunni en í morgun. Í þætti sínum Breakfast á BBC í dag kynntu þau vitlausan gest í þátt sinn.

Ætlunin var að ræða við fjallgöngumanninn Leslie Binns sem bjargaði konu í fjallshlíðum Everest. Ætluðu þau Kay og Burden að ræða við hann um næsta ævinýri Binns og kynntu þau hann til sögunnar með mikluðum fagnaðarlátum.

Vandamálið var hinsvegar það að í sófann var annar maður að nafni Todd Landman sem var kominn í þáttinn til þess að ræða stjórnmál.

„Ég held að þið séuð með rangan gest,“ svaraði Landman pollrólegur og við það kom fát á þáttastjórnendurna sem gerðu þó gott úr þessu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem BBC ruglast á gestum en árið 2006 var Guy Goma, tölvunarfræðingur sem var að sækja um vinnu hjá BBC, tekinn í viðtal sem tækniblaðamaðurinn Guy Kewney en atvikið sem átti sér stað í morgun og það sem gerðist árið 2006 má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×