Enski boltinn

Newcastle undirbýr tilboð í Carroll

Andy Carroll er líklega á förum frá Liverpool.
Andy Carroll er líklega á förum frá Liverpool. Getty Images / Nordic Photos
Newcastle United yndirbýr nú tilboð í Andy Carroll leikmann Liverpool samkvæmt fréttum í ensku fjölmiðlum í dag. Liverpool keypti Carroll fyrir 18 mánuðum frá Newcastle á 35 milljónir punda sem nemur 6,6 milljörðum ísl. kr. en leikmaðurinn hefur ekki náð að sanna sig hjá rauða hernum.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að dag að töluvert verðfall verði á Carroll en tilboð Newcastle verður um 18 milljónir punda, jafnvirði 3,5 milljörðum kr.

Brendan Rodgers nýráðinn stjóri Liverpool hefur sagt að Carroll henti ekki í leikstíl þann sem hann ætlar að láta Liverpool leika.

West Ham United hefur einnig verið að reyna að fá Carroll til liðs við sig en eigendur félagsins hafa látið hafa eftir sér að þeir ráði ekki við þá upphæð sem Liverpool setur upp eða um 20 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×