Enski boltinn

Neville: United verður að þora að beita löngum sendingum á móti Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marouane Fellaini kom sterkur inn gegn WBA í gærkvöldi.
Marouane Fellaini kom sterkur inn gegn WBA í gærkvöldi. vísir/getty
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United sem starfar í dag sem knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, segir sína gömlu félaga ekki mega vera hrædda við að sparka boltanum hátt og langt á móti Chelsea næsta sunnudag þegar liðin mætast í stórleik á Old Trafford.

Neville ræddi leikaðferð Manchester United á Sky Sports í gærkvöldi eftir að sjá Marouane Fellaini, Belgann stóra, koma inn á og skora gott mark á móti West Bromwich Albion.

Hann telur sitt gamla lið þurfa að vera stöðugra til að geta keppt við lærisveina JoséMourinho sem eru á taplausir á toppnum eftir átta umferðir og þá mun Chelsea-liðið gera United erfitt fyrir í föstum leikatriðum.

Því má Louis van Gaal ekki vera hræddur við að nota mann eins og Fellaini á sunnudaginn því hann er stór og sterkur eins og svo margir í Chelsea-liðinu.

„Fólk segir að þetta sé ekki United-fótbolti, en ég skil það ekki. Undanfarin 25 ár hefur Manchester United sparkað langt fram völlinn þegar þess þarf. Það hefur samt ekki verið nein regla,“ sagði Neville.

„Þetta er ekki leiðin til að byrja fótboltaleiki eða til að vinna þá, alls ekki. En það koma tímapunktar á leiktíðinni þar sem þú þarft að gera eitthvað öðruvísi. Þú þarft aðra leikaðferð; eitthvað plan B eða C. Menn mega ekki skammast sín, bara nota þessa aðferð.“

„Á sunnudaginn mun United lenda í miklum vandræðum í föstum leikatriðum gegn Chelsea ef það spilar með sama lið og í kvöld. Chelsea er með Costa, Ivanovic, Matic, Cahill og Terry sem eru allir hærri en 190 sentímetrar. Þeir bæði geta og vilja skalla boltann,“ sagði Gary Neville.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Vorum að spila okkar besta leik á tímabilinu

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sína menn lenda tvisvar undir á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en landi hans Daley Blind tryggði liðinu 2-2 jafntefli þremur mínútum fyrir leikslok.

Marouane Fellaini: Þetta voru ekki góð úrslit

Marouane Fellaini kom inn á sem varamaður og skoraði fyrra mark Manchester United í 2-2 jafntefli á móti West Bromwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Berahino: Ég læt fótboltann minn um það að tala

Saido Berahino skoraði seinna mark West Bromwich Albion í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester United í kvöld í síðasta leiknum í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×