Körfubolti

NBA: Curry með 40 stig í sjötta sigri Golden State í röð | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/AP
Stephen Curry átti stórleik í nótt þegar Golden State Warriors hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta en Denver Nuggets liðið er einnig á sigurgöngu og vann Chicago Bulls í nótt.

Stephen Curry skoraði 40 stig þegar Golden State Warriors vann Miami Heat 114-97 en þetta var sjött sigurleikur liðsins í röð. Curry hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af setti hann niður 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum.  Curry var einnig með 7 stoðsendingar og 6 fráköst.

Klay Thompson var með 24 stig í leiknum en hann og Curry eru jafnan kallaði "Splash Brothers". Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Miami Heat og Luol Deng var með 16 stig.

Ty Lawson skoraði 20 stig fyrir Denver sem vann 114-109 sigur á Chicago Bulls og fagnaði þar með sínum fimmta sigri í röð. Arron Afflalo skoraði 19 stig fyrir Denver og Danilo Gallinari var með 15 stig.

Jimmy Butler skoraði 32 stig fyrir Bulls-liðið og Pau Gasol var með 22 stig og 11 fráköst. Derrick Rose spilaði bara í 10 mínútur í leiknum eftir að hafa fundið fyrir óþægindum aftan í læri í fyrri hálfleiknum.

Mike Scott og Shelvin Mack áttu frábæra innkomu af bekknum þegar Atlanta Hawks vann 106-102 sigur á Washington Wizards en þetta var sjötti sigur liðsins í átta leikjum. Scott skoraði 17 stig á 23 mínútum og Mack var með 13 stig á 19 mínútum. Jeff Teague skoraði 28 stig fyrir Atlanta en John Wall var með 21 stig og 13 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið.

Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA:

Washington Wizards - Atlanta Hawks 102-106

Miami Heat - Golden State Warriors 97-114

Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 98-86

New Orleans Pelicans - Sacramento Kings 89-99

Denver Nuggets - Chicago Bulls 114-109

Staðan í NBA-deildinni

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×