Lífið

Nauðsynlegt að börn fái að koma nálægt matargerð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Laufey og börnin mæta á skjáinn annað kvöld á Stöð 2.
Eva Laufey og börnin mæta á skjáinn annað kvöld á Stöð 2.
„Ég fékk hugmyndina að þessum matreiðsluþáttum eftir fjölmargar athugasemdir frá foreldrum sem sögðu mér að börnin þeirra mættu ekki missa úr þætti af Matargleðinni og fylgdust mikið með matargerð,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskokkur, sem fer af stað með nýjan þátt á Stöð 2 annað kvöld.

Þátturinn ber nafnið Það er leikur að elda og mun Eva Laufey matreiða allskonar rétti með aðstoð barna.

„Börn eru svo miklir snillingar og ég tel það nauðsynlegt að þau fái að koma nálægt matargerðinni, með því að fá að taka þátt þá eru þau miklu duglegri við að borða.“

Eva fékk til liðs sig við frábæra krakka sem aðstoðuðu hana í þáttunum.

„Að elda og í hverjum þætti er ákveðið þema eins og í fyrsta þættinum er bakstursþema. Hollir, rjómalagaðir, einfaldir og aðeins flóknari réttir, eitthvað fyrir alla í hverjum þætti. Alveg eins og það á að vera.“

Hér að neðan má sjá sýnishorn úr fyrsta þættinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×