NASA nær mynd af þörungablóma við Íslandsstrendur Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2014 10:14 Á myndinni má greina þörungablómann suður af Íslandi. Mynd/NASA Á ljósmynd sem Bandaríska geimrannsóknarstöðin (NASA) birti nýverið má greina mikla litadýrð í sjónum suður af Íslandsströndum. Agnes Eydal, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, mætti í Bítið í morgun til að útskýra nákvæmlega hvað það er sem ber fyrir augu á þessari mynd. „Þetta er árvisst fyrirbæri,“ segir Agnes. „Við höfum verið að fylgjast með þessu undanfarna áratugi, þetta er semsagt kalksvifþörungur sem heitir Emiliania huxleyi. Þetta er örsmá einfrumuplanta og það sem er merkilegt við hana er að hún símyndar utan um sig kalkplötur. Þegar hún myndar nýja þá fellur gömul af, þannig að sjórinn verður alveg morandi í þessum kalkplötum.“ Þörungurinn myndar þannig mikil kalklög á hafsbotni. Þau virka eins og speglar og gervitungl NASA nema þau vel á myndum sínum. „Við fáum ekki alltaf góðar myndir því það er oft skýjað á þessu svæði,“ segir Agnes. „En eftir að gervitunglin fóru að taka þessar myndir, er útbreiðsla þessarar tegundar ansi vel kortlögð. Ljóskastið frá henni er svo skýrt og hún finnst um öll heimsins höf en hún er í langmestu magni hér suður af landinu.“ Agnes segir þörunginn afskaplega fallegan og bendir á að ansi mikinn fjöldi þurfi til að mynda breiðu líkt og þá sem sést á myndinni. „Stærðin á þessari frumu er svona fimm til tíu míkrómetrar,“ segir hún, en einn míkrómetri er einn þúsundasti hluti úr millímetra. „Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi.“ Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Sjá meira
Á ljósmynd sem Bandaríska geimrannsóknarstöðin (NASA) birti nýverið má greina mikla litadýrð í sjónum suður af Íslandsströndum. Agnes Eydal, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, mætti í Bítið í morgun til að útskýra nákvæmlega hvað það er sem ber fyrir augu á þessari mynd. „Þetta er árvisst fyrirbæri,“ segir Agnes. „Við höfum verið að fylgjast með þessu undanfarna áratugi, þetta er semsagt kalksvifþörungur sem heitir Emiliania huxleyi. Þetta er örsmá einfrumuplanta og það sem er merkilegt við hana er að hún símyndar utan um sig kalkplötur. Þegar hún myndar nýja þá fellur gömul af, þannig að sjórinn verður alveg morandi í þessum kalkplötum.“ Þörungurinn myndar þannig mikil kalklög á hafsbotni. Þau virka eins og speglar og gervitungl NASA nema þau vel á myndum sínum. „Við fáum ekki alltaf góðar myndir því það er oft skýjað á þessu svæði,“ segir Agnes. „En eftir að gervitunglin fóru að taka þessar myndir, er útbreiðsla þessarar tegundar ansi vel kortlögð. Ljóskastið frá henni er svo skýrt og hún finnst um öll heimsins höf en hún er í langmestu magni hér suður af landinu.“ Agnes segir þörunginn afskaplega fallegan og bendir á að ansi mikinn fjöldi þurfi til að mynda breiðu líkt og þá sem sést á myndinni. „Stærðin á þessari frumu er svona fimm til tíu míkrómetrar,“ segir hún, en einn míkrómetri er einn þúsundasti hluti úr millímetra. „Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi.“
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir