NASA nær mynd af þörungablóma við Íslandsstrendur Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2014 10:14 Á myndinni má greina þörungablómann suður af Íslandi. Mynd/NASA Á ljósmynd sem Bandaríska geimrannsóknarstöðin (NASA) birti nýverið má greina mikla litadýrð í sjónum suður af Íslandsströndum. Agnes Eydal, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, mætti í Bítið í morgun til að útskýra nákvæmlega hvað það er sem ber fyrir augu á þessari mynd. „Þetta er árvisst fyrirbæri,“ segir Agnes. „Við höfum verið að fylgjast með þessu undanfarna áratugi, þetta er semsagt kalksvifþörungur sem heitir Emiliania huxleyi. Þetta er örsmá einfrumuplanta og það sem er merkilegt við hana er að hún símyndar utan um sig kalkplötur. Þegar hún myndar nýja þá fellur gömul af, þannig að sjórinn verður alveg morandi í þessum kalkplötum.“ Þörungurinn myndar þannig mikil kalklög á hafsbotni. Þau virka eins og speglar og gervitungl NASA nema þau vel á myndum sínum. „Við fáum ekki alltaf góðar myndir því það er oft skýjað á þessu svæði,“ segir Agnes. „En eftir að gervitunglin fóru að taka þessar myndir, er útbreiðsla þessarar tegundar ansi vel kortlögð. Ljóskastið frá henni er svo skýrt og hún finnst um öll heimsins höf en hún er í langmestu magni hér suður af landinu.“ Agnes segir þörunginn afskaplega fallegan og bendir á að ansi mikinn fjöldi þurfi til að mynda breiðu líkt og þá sem sést á myndinni. „Stærðin á þessari frumu er svona fimm til tíu míkrómetrar,“ segir hún, en einn míkrómetri er einn þúsundasti hluti úr millímetra. „Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Á ljósmynd sem Bandaríska geimrannsóknarstöðin (NASA) birti nýverið má greina mikla litadýrð í sjónum suður af Íslandsströndum. Agnes Eydal, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, mætti í Bítið í morgun til að útskýra nákvæmlega hvað það er sem ber fyrir augu á þessari mynd. „Þetta er árvisst fyrirbæri,“ segir Agnes. „Við höfum verið að fylgjast með þessu undanfarna áratugi, þetta er semsagt kalksvifþörungur sem heitir Emiliania huxleyi. Þetta er örsmá einfrumuplanta og það sem er merkilegt við hana er að hún símyndar utan um sig kalkplötur. Þegar hún myndar nýja þá fellur gömul af, þannig að sjórinn verður alveg morandi í þessum kalkplötum.“ Þörungurinn myndar þannig mikil kalklög á hafsbotni. Þau virka eins og speglar og gervitungl NASA nema þau vel á myndum sínum. „Við fáum ekki alltaf góðar myndir því það er oft skýjað á þessu svæði,“ segir Agnes. „En eftir að gervitunglin fóru að taka þessar myndir, er útbreiðsla þessarar tegundar ansi vel kortlögð. Ljóskastið frá henni er svo skýrt og hún finnst um öll heimsins höf en hún er í langmestu magni hér suður af landinu.“ Agnes segir þörunginn afskaplega fallegan og bendir á að ansi mikinn fjöldi þurfi til að mynda breiðu líkt og þá sem sést á myndinni. „Stærðin á þessari frumu er svona fimm til tíu míkrómetrar,“ segir hún, en einn míkrómetri er einn þúsundasti hluti úr millímetra. „Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira