Námsmenn látnir borga brúsann Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2013 10:08 Sigmundur Davíð er búinn að finna breiðu bökin, að sögn Árna Páls: Námsmenn. Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“ Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira