Námsmenn látnir borga brúsann Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2013 10:08 Sigmundur Davíð er búinn að finna breiðu bökin, að sögn Árna Páls: Námsmenn. Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira