FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 23:30

Nowitzki hermdi eftir furđuvíti Zaza | Myndband

SPORT

Nálurefill eftir mörg ţúsund börn á Íslandi

 
Lífiđ
10:30 14. FEBRÚAR 2016
Börn á Akranesi hafa fjölmennt á Nálusýninguna. Hér er Eva Ţengilsdóttir međ nokkrum ţeirra.
Börn á Akranesi hafa fjölmennt á Nálusýninguna. Hér er Eva Ţengilsdóttir međ nokkrum ţeirra. MYNDIR/BÓKASAFN AKRANESS

Sýningin Nála er nú í bókasafninu á Akranesi. Hún er búin að fara hringinn um landið á einu ári. Nokkur þúsund gestir hafa sótt hana og jafnframt tekið þátt í að móta hana.

Nála er nokkurskonar afkvæmi bókarinnar Nálu - Riddarasögu eftir Evu Þengilsdóttur. Kveikjan að sögunni var Riddarateppi frá 1700 sem er til sýnis á Þjóðminjasafninu og því var sýningin opnuð þar.
Hér er unniđ af kappi viđ Nálurefilinn í bókasafni Akraness.
Hér er unniđ af kappi viđ Nálurefilinn í bókasafni Akraness.

Á Nálusýningunni hafa krakkar kubbað, æft sig í krosssaum og hlustað á upplestur á Nálu - Riddarasögu. 

Einn hluti sýningarinnar er 90 metra langur pappírsrefill. Á hann hafa mörg þúsund börn teiknað myndir í öllum regnbogans litum. Refillinn er rúðustrikaður og myndirnar með krosssaumsmynstri, líkar þeim sem eru í bókinni.

Á Akranesi lýkur sýningunni 24. febrúar. Eftir það fer refillinn langi austur á Hvolsvöll og verður sýndur á Njálusetrinu - þar er einmitt verið að sauma Njálurefil.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Nálurefill eftir mörg ţúsund börn á Íslandi
Fara efst