Nálgast fćđingarstađ kalífadćmis ISIS í Mosul

 
Erlent
13:38 20. MARS 2017
Međlimur sérsveita Íraks beinir vopni sínu í átt ađ ISIS-liđum.
Međlimur sérsveita Íraks beinir vopni sínu í átt ađ ISIS-liđum. VÍSIR/AFP

Stjórnarliðar nálgast nú al-Nuri moskuna í Mosul, þar sem Abu Bakr al Baghdadi lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í júlí 2014. Bardagar um borgina, sem er nú næst stærsta í Írak hafa nú staðið yfir í um sex mánuði og íbúar sem flýja undan átökunum lenda í vandræðum vegna þess hve margir halda nú þegar til í flóttamannabúðum á svæðinu.

Stöðva þurfti sóknina gegn ISIS um helgina vegna slæms veðurs en hún hófst aftur í gær. Markmið stjórnarliða er að ná moskunni, sem er aldagömul, en það væri mikið högg fyrir vígamenn ISIS.

Samkvæmt Reuters er talið að um tvö þúsund vígamenn haldi til í borginni. Þeir verjast af mikilli hörku og notast mikið við leyniskyttur og sjálfsmorðsárásir til að hægja á sókn stjórnarliða.

Bandaríkin gerðu loftárás nærri moskunni um helgina og felldu meðal annars háttsettan leiðtoga samtakanna frá Rússlandi, Abdul Kareem al Rusi.

Talið er að allt að 355 þúsund borgarar hafi flúið Mosul frá því að átökin hófust þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna opnaði nýverið flóttamannabúðir sem fylltust á einni viku. Verið er að reisa nýjar búðir fyrir þær þúsundir fjölskyldna sem flýja frá Mosul.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Nálgast fćđingarstađ kalífadćmis ISIS í Mosul
Fara efst