Innlent

Nafn mannsins sem lést í bílslysi á Ólafsfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn sem lést var á áttræðisaldri.
Maðurinn sem lést var á áttræðisaldri. Vísir
Maðurinn sem lést í bílslysi á Ólafsfirði síðastliðinn föstudag hét Kjartan Gústafsson. Hann var 74 ára, til heimilis að Brekkugötu 7 á Ólafsfirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.

 

Slysið varð á Hlíðarvegi en tilkynning um það barst lögreglu klukkan rúmlega sjö á föstudagsmorgun.

Tildrög slyssins voru með þeim hætti að maðurinn hafði verið að keyra út blöð. Hann hafði lagt bílnum, stigið út úr honum en bíllinn svo runnið af stað. Maðurinn reyndi þá að stöðva bílinn en tókst ekki og lést hann þar sem hann klemmdist á milli bílsins og steypts lóðarveggs.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×