Innlent

Næsta skref að fá túrtappa og dömubindi á öll salerni í Verzló

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Næsta baráttumál Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands er að fá túrtappa og dömubindi á öll salerni skólans. Þetta kom fram í viðtali við formenn félagsins þær Eddu Marín Ólafsdóttur og Helenu Björk Bjarkadóttur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Framtak Femínistafélagsins um að fjarlægja kynjamerkingar af salernum skólans hefur vakið mikla athygli og ræddu þær Edda og Helena um aðdragandann að því að það var gert.

„Okkur datt þetta í hug í sumar. Þetta var á stefnuskránni okkar þegar við buðum okkur fram sem formenn og við fundum fyrir því að það var umræða í samfélaginu og hjá nemendum að þetta væri úreltur hugsunarháttur og óþægileg áminning fyrir nemendur sem eru óvissir með kynið sitt. Þannig að við bara fórum aðeins að skoða þetta betur og mættum bara undirbúnar á fund með skólastjórn og kynntum þetta fyrir þeim,“ sagði Helena.

Skólastjórnendur tóku vel í þetta og segja stelpurnar að viðbrögð flest allra við þessum breytingum hafi verið jákvæð. Það hafi í raun komið þeim á óvart því ýmsir hafi talað við þær um að það þyrfti að drífa í þessu í skólanum.

Viðtalið við þær Eddu og Helenu má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×