Náđi í fleiri sóknarfráköst en mótherjarnir

 
Körfubolti
06:00 12. MARS 2016
Hildur Björg Kjartansdóttir í leik međ landsliđinu.
Hildur Björg Kjartansdóttir í leik međ landsliđinu. FRÉTTABLAĐIĐ/STEFÁN

Íslenska körfuboltakonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur staðið sig vel með Texas-Rio Grande Valley háskólaliðinu í bandaríska háskólaboltanum í vetur en hún og liðsfélagar hennar eru komnar í undanúrslit WAC-deildarinnar.

Hildur Björg átti mikinn þátt í 60-52 sigri í framlengdum leik á Chicago State í átta liða úrslitunum. Hildur endaði leikinn með 12 stig og 16 fráköst. Hún tók alls 12 sóknar­fráköst í leiknum eða meira en allt lið Chicago State til samans.

Þetta var önnur tvenna Hildar í röð en hún var með 17 stig og 15 fráköst í leiknum á undan. Á tímabilinu er hún með 8,7 stig og 8,6 fráköst að meðaltali og er íslenska landsliðskonan því að toppa á hárréttum tíma.

Hildur endaði tímabilið nefnilega af miklum krafti og var meðal annars valin leikmaður vikunnar í WAC-deildinni í síðustu vikunni fyrir úrslitakeppnina.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Náđi í fleiri sóknarfráköst en mótherjarnir
Fara efst