MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Náđi í fleiri sóknarfráköst en mótherjarnir

 
Körfubolti
06:00 12. MARS 2016
Hildur Björg Kjartansdóttir í leik međ landsliđinu.
Hildur Björg Kjartansdóttir í leik međ landsliđinu. FRÉTTABLAĐIĐ/STEFÁN

Íslenska körfuboltakonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur staðið sig vel með Texas-Rio Grande Valley háskólaliðinu í bandaríska háskólaboltanum í vetur en hún og liðsfélagar hennar eru komnar í undanúrslit WAC-deildarinnar.

Hildur Björg átti mikinn þátt í 60-52 sigri í framlengdum leik á Chicago State í átta liða úrslitunum. Hildur endaði leikinn með 12 stig og 16 fráköst. Hún tók alls 12 sóknar­fráköst í leiknum eða meira en allt lið Chicago State til samans.

Þetta var önnur tvenna Hildar í röð en hún var með 17 stig og 15 fráköst í leiknum á undan. Á tímabilinu er hún með 8,7 stig og 8,6 fráköst að meðaltali og er íslenska landsliðskonan því að toppa á hárréttum tíma.

Hildur endaði tímabilið nefnilega af miklum krafti og var meðal annars valin leikmaður vikunnar í WAC-deildinni í síðustu vikunni fyrir úrslitakeppnina.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Náđi í fleiri sóknarfráköst en mótherjarnir
Fara efst