Enski boltinn

Müller: Upphæðirnar í ensku deildinni eru vissulega freistandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Müller fagnar hér marki gegn Dortmund.
Müller fagnar hér marki gegn Dortmund. Vísir/getty
Thomas Müller, leikmaður Bayern Munchen og þýska landsliðsins í fótbolta, segist vera áhugasamur um að ganga til liðs við félag í ensku úrvalsdeildinni í ljósi þeirra upphæða sem lið í deildinni geta boðið.

Liðsfélagi hans í þýska landsliðinu og fyrrum liðsfélagi hjá Bayern Munchen, Bastian Schweinsteiger, gekk til liðs við Manchester United í sumar en Muller var sjálfur orðaður við Manchester United í sumar.

Framkvæmdarstjóri Bayern Munchen, Karl-Heinz Rummenigge, sagði að Müller væri ekki til sölu sama hvaða upphæð væri til staðar en Müller segist ekki útiloka að fara frá félaginu.

„Það má ekki gleyma því að þetta er atvinnan okkar svo eðlilega hafa laun áhrif á ákvörðunartöku leikmanns. Ég get ekki neitað því að launin sem eru í boði í ensku úrvalsdeildinni hljóma vel. Þótt að þýsku félögin séu óánægð með eyðslu ensku liðanna held ég að þetta muni bara auka gæði fótboltans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×