Myrkur í heygarðshorninu Gunnlaugur Björnsson skrifar 1. desember 2014 00:00 Enn er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um „seinkun klukkunnar og bjartari morgna“. Réttilega er bent á í tillögunni að klukkan á Íslandi er ekki í samræmi við gang sólar. Það er enda svo að tíminn er ákveðinn hinn sami á öllu landinu þó að með réttu lagi ætti klukkan á Austurlandi að vera um hálftíma á undan klukkunni á Vesturlandi. Þegar tíminn er festur eins og gert er á Íslandi og raunar í öllum löndum, er reynt að koma því þannig fyrir að gangur klukkunnar sé sem flestum að skapi. Það er ekki alltaf auðvelt, og í sumum ríkjum er það reyndar alls ekki gert. Þegar ákveðið var árið 1968 að sumartími skyldi gilda á Íslandi árið um kring var það að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og hefur ekki þótt ástæða til að hreyfa við því síðan. Á liðnum áratug eða tveimur, hafa öðru hvoru komið fram á Alþingi tillögur um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Fyrst vildu menn auka enn við misræmið og færa hádegið lengra fram á eftirmiðdaginn. Gæfust þannig lengri og bjartari kvöld til útiveru, grillunar eða annarrar iðju. Það varð ekki. Nú vilja sumir þingmenn taka skrefið í hina áttina og hverfa frá föstum sumartíma. Meginástæða þessara hugmynda að breyttri klukku sýnist vera sú að með því móti fáist bjartari morgnar, sem vissulega er rétt. Það virðist þó skína í gegn í tillögunni að þetta gefi fleiri birtustundir í sólarhringnum en núverandi fyrirkomulag og bæti þar með geð guma. Það er auðvitað alrangt. Lega landsins og gangur jarðar um sól „úthluta“ okkur ákveðnum fjölda birtustunda yfir daginn, við getum einungis ákveðið með lögum hvernig klukkan skuli stillt. Það fjölgar ekki birtustundum. Líklega skiptir það þorra manna mestu máli að birtustundir á vökutíma séu sem flestar. Það er einfalt að reikna það út að ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund eins og þingsályktunartillagan leggur til, myndi myrkurstundum á vökutíma fjölga um 131 til 190 klukkustundir eftir því hvort vökutími teldist frá 7-23 eða 8-24. Þetta samsvarar fimm til átta heilum sólarhringum í auknu myrkri á vökutíma! Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun. Ekki verður séð að hugmynd flutningsmanna sé líkleg til að draga úr skammdegisþunglyndi eða öðrum sálarkvillum sem hugsanlega orsakast af langri dvöl á norðurhjara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Enn er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um „seinkun klukkunnar og bjartari morgna“. Réttilega er bent á í tillögunni að klukkan á Íslandi er ekki í samræmi við gang sólar. Það er enda svo að tíminn er ákveðinn hinn sami á öllu landinu þó að með réttu lagi ætti klukkan á Austurlandi að vera um hálftíma á undan klukkunni á Vesturlandi. Þegar tíminn er festur eins og gert er á Íslandi og raunar í öllum löndum, er reynt að koma því þannig fyrir að gangur klukkunnar sé sem flestum að skapi. Það er ekki alltaf auðvelt, og í sumum ríkjum er það reyndar alls ekki gert. Þegar ákveðið var árið 1968 að sumartími skyldi gilda á Íslandi árið um kring var það að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og hefur ekki þótt ástæða til að hreyfa við því síðan. Á liðnum áratug eða tveimur, hafa öðru hvoru komið fram á Alþingi tillögur um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Fyrst vildu menn auka enn við misræmið og færa hádegið lengra fram á eftirmiðdaginn. Gæfust þannig lengri og bjartari kvöld til útiveru, grillunar eða annarrar iðju. Það varð ekki. Nú vilja sumir þingmenn taka skrefið í hina áttina og hverfa frá föstum sumartíma. Meginástæða þessara hugmynda að breyttri klukku sýnist vera sú að með því móti fáist bjartari morgnar, sem vissulega er rétt. Það virðist þó skína í gegn í tillögunni að þetta gefi fleiri birtustundir í sólarhringnum en núverandi fyrirkomulag og bæti þar með geð guma. Það er auðvitað alrangt. Lega landsins og gangur jarðar um sól „úthluta“ okkur ákveðnum fjölda birtustunda yfir daginn, við getum einungis ákveðið með lögum hvernig klukkan skuli stillt. Það fjölgar ekki birtustundum. Líklega skiptir það þorra manna mestu máli að birtustundir á vökutíma séu sem flestar. Það er einfalt að reikna það út að ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund eins og þingsályktunartillagan leggur til, myndi myrkurstundum á vökutíma fjölga um 131 til 190 klukkustundir eftir því hvort vökutími teldist frá 7-23 eða 8-24. Þetta samsvarar fimm til átta heilum sólarhringum í auknu myrkri á vökutíma! Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun. Ekki verður séð að hugmynd flutningsmanna sé líkleg til að draga úr skammdegisþunglyndi eða öðrum sálarkvillum sem hugsanlega orsakast af langri dvöl á norðurhjara.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun