Innlent

Myndbandið af Sigurði fjarlægt eftir að bent var á að það færi gegn reglum YouTube

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson.
Búið er að fjarlægja myndbandið af Sigurði  Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, af YouTube. Myndbandið var tekið upp af vegfaranda við sumarhús í Norðurárdal í Borgarfirði dögunum sem var áður í eigu Sigurðar.

Í myndbandinu mátti heyra Sigurð hóta myndatökumanninum barsmíðum ef hann færi ekki af svæðinu. Sigurður sagði þann sem tók upp myndbandið og samferðafólk hans vera við sumarhúsið í óleyfi og kom til orðaskaks á milli þeirra.

Sjá einnig: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“

Myndbandið af Sigurði vakti gífurlega athygli í dag en það hefur nú verið fjarlægt af myndbandavef YouTube.
Nú er búið að fjarlægja myndbandið af YouTube og birtist aðeins melding um að notandinn sjálfur, sem settið myndbandið inn, hafi fjarlægt það.

Freyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir í samtali við Vísi að send hafi verið tilkynning til YouTube fyrir hönd Sigurðar þar sem bent var á að myndbandið færi gegn skilmálum myndbandavefsins.

„Myndbandið samræmdist ekki reglum sem YouTube-setur  um birtingu á myndböndum. Það er verið að elta fólk með myndavél sem kærir sig ekki um að láta mynda sig og það er verið að mynda inn um glugga á prívateign. Það er til dæmis myndað bílnúmer á bíl og einhver manneskja sem dregst inn í þessa atburðarás sem hefur ekkert með þetta að gera,“ segir Freyr og bætir að brotið hafi verið nánast á öllum reglum YouTube með birtingu myndbandsins.

Hann segir YouTube hafa í raun staðfest þessa tilkynningu með því að biðja notandann um að fjarlægja myndbandið af vefnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×