Innlent

Myndband: Björgunarsveitarmenn mjakast áfram á Vatnajökli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Erfitt er að segja til um hvenær björgunarsveitarmenn komast til ferðamannnanna sem eru í vandræðum uppi á Vatnajökli.
Erfitt er að segja til um hvenær björgunarsveitarmenn komast til ferðamannnanna sem eru í vandræðum uppi á Vatnajökli. Mynd/Björgunarfélag Hornafjarðar
Björgunarsveitarmenn mjakast nú áleiðis í átt að tveimur gönguskíðamönnum sem lentu í vandræðum á Vatnajökli fyrr í dag.

„Snjóbíllinn frá Höfn á einhverja 10-15 kílómetra eftir og björgunarsveitirnar að austan einhverja 30 kílómetra," segir Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við fréttastofu.

Sjá einnig: Lítið skyggni á jöklinum og þungt færi

Hann segir erfitt að segja til um hvenær björgunarmennirnir komast til ferðamannanna en það sé gróflega áætlað kannski um klukkutími til einn og hálfur tími í það.

Í myndbandinu hér að neðan, sem birtist á Facebook-síðu Björgunarfélags Hornafjarðar, sést greinilega hversu þungt færið er á jöklinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×