Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 20:00 Forsíða nýjasta eintaks Men's Health en þar má finna ljósmyndaþátt Jóhannesar. „Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
„Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira