Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 20:00 Forsíða nýjasta eintaks Men's Health en þar má finna ljósmyndaþátt Jóhannesar. „Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
„Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira