Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 20:00 Forsíða nýjasta eintaks Men's Health en þar má finna ljósmyndaþátt Jóhannesar. „Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira