Myndaði andlit 100 Íslendinga sem börðust við þunglyndi: „Eigin fordómar hindra okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2016 11:00 Flott verkefni vísir „Eftir að hafa verið í gíslingu eigin fordóma opnaði ég mig opinberlega um veikindi mín í lok síðasta árs, eftir 11 ára baráttu,“ segir Tara Ösp Tjörvadóttir, sem fer nú af stað með ljósmyndaverkefnið Faces Of Depression sem var stofnað til að vekja samkennd fyrir þunglyndi auk þess að vera vettvangur fyrir fólk til að opinbera veikindi sín. „Þá fann ég að byrðin af því að fela þunglyndið hafi verið þyngri en sjúkdómurinn sjálfur, sem er átakanleg staðreynd hjá mörgum sem glíma við andlega sjúkdóma. Eigin fordómar hindra okkur í að sækja hjálp, þeir hindra okkur í að tala um baráttu okkar, en það er ekki fyrr en við förum að tala um veikindin sem okkur fer að batna.“ Hún segir að í beinu framhaldi af frelsun sinni hafi tugir manna haft samband við sig sem voru fangar eigin fordóma og vildu hjálpa. „Ég fór af stað með verkefnið Faces Of Depression með það að markmiði að mynda andlit 100 Íslendinga sem voru í baráttunni við þunglyndi. Verkefnið var hugsað sem vettvangur fyrir þunglynda til að opinbera veikindi sín auk þess að vekja samkennd með sjúkdómnum.“ Hér að neðan má sjá myndir af 100 Íslendingum sem glíma við þunglyndi. Tara segir að baráttan við fordóma eigi langt í land og sé næsta verkefni hennar fræðslu heimildarmyndin Depressed Nation. „Þar sem ég mun taka viðtöl við fólk víðsvegar um landið sem hefur reynslu af þunglyndi og blanda því saman við fræðsluefni. Myndin mun fræða þig bæði um þunglyndi, áhrifin sem fordómar hafa og hvað við getum gert til að gera samfélagið okkar að virkari, samstæðari og heilbrigðari stað til að búa á.“ Hér má kynna sér verkefnið nánar. Meðaltími sem þunglynd manneskja bíður eftir að fá hjálp frá því hún veikist og þar til hún leitar sér hjálpar eru 10 ár og þunglyndi rétt eins og aðrir sjúkdómar getur versnað með tímanum. „Við þurfum að grípa inn í áður en það er um seinan. Við þurfum að fræða börnin og unglingana okkar um andlega sjúkdóma til að fyrirbyggja eftir bestu getu langvarandi andleg veikindi. Við þurfum að kenna samfélaginu að tala um andlega sjúkdóma og brýna mikilvægi þess að tala um þá. Verum stolt af baráttum okkar og annarra við andleg veikindi og styðjum hvort annað því við erum langt frá því að vera ein,“ segir Tara. Hér má sjá myndband um verkefni Töru. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
„Eftir að hafa verið í gíslingu eigin fordóma opnaði ég mig opinberlega um veikindi mín í lok síðasta árs, eftir 11 ára baráttu,“ segir Tara Ösp Tjörvadóttir, sem fer nú af stað með ljósmyndaverkefnið Faces Of Depression sem var stofnað til að vekja samkennd fyrir þunglyndi auk þess að vera vettvangur fyrir fólk til að opinbera veikindi sín. „Þá fann ég að byrðin af því að fela þunglyndið hafi verið þyngri en sjúkdómurinn sjálfur, sem er átakanleg staðreynd hjá mörgum sem glíma við andlega sjúkdóma. Eigin fordómar hindra okkur í að sækja hjálp, þeir hindra okkur í að tala um baráttu okkar, en það er ekki fyrr en við förum að tala um veikindin sem okkur fer að batna.“ Hún segir að í beinu framhaldi af frelsun sinni hafi tugir manna haft samband við sig sem voru fangar eigin fordóma og vildu hjálpa. „Ég fór af stað með verkefnið Faces Of Depression með það að markmiði að mynda andlit 100 Íslendinga sem voru í baráttunni við þunglyndi. Verkefnið var hugsað sem vettvangur fyrir þunglynda til að opinbera veikindi sín auk þess að vekja samkennd með sjúkdómnum.“ Hér að neðan má sjá myndir af 100 Íslendingum sem glíma við þunglyndi. Tara segir að baráttan við fordóma eigi langt í land og sé næsta verkefni hennar fræðslu heimildarmyndin Depressed Nation. „Þar sem ég mun taka viðtöl við fólk víðsvegar um landið sem hefur reynslu af þunglyndi og blanda því saman við fræðsluefni. Myndin mun fræða þig bæði um þunglyndi, áhrifin sem fordómar hafa og hvað við getum gert til að gera samfélagið okkar að virkari, samstæðari og heilbrigðari stað til að búa á.“ Hér má kynna sér verkefnið nánar. Meðaltími sem þunglynd manneskja bíður eftir að fá hjálp frá því hún veikist og þar til hún leitar sér hjálpar eru 10 ár og þunglyndi rétt eins og aðrir sjúkdómar getur versnað með tímanum. „Við þurfum að grípa inn í áður en það er um seinan. Við þurfum að fræða börnin og unglingana okkar um andlega sjúkdóma til að fyrirbyggja eftir bestu getu langvarandi andleg veikindi. Við þurfum að kenna samfélaginu að tala um andlega sjúkdóma og brýna mikilvægi þess að tala um þá. Verum stolt af baráttum okkar og annarra við andleg veikindi og styðjum hvort annað því við erum langt frá því að vera ein,“ segir Tara. Hér má sjá myndband um verkefni Töru.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira