Viðskipti erlent

MSN lokar eftir 15 ára þjónustu

Atli Ísleifsson skrifar
Spjallforritið MSN var kynnt til sögunnar árið 1999.
Spjallforritið MSN var kynnt til sögunnar árið 1999. Vísir/Getty
Spjallforritið Microsoft Live Messenger, sem áður gekk undir nafninu MSN Messenger, verður lokað í Kína í október og marka tímamótin endalok forritsins sem þjónar hefur milljónum manna um 15 ára skeið.

Forritið var opnað árið 1999 en var lokað á flestum stöðum í heiminum á síðasta ári eftir að Microsoft keypti fyrirtækið Skype.

Notendur MSN í Kína héldu þó notkuninni á forritinu áfram en verða fluttir yfir í Skype í lok októbermánaðar og bárust notendum skilaboð þessa efnis fyrr í vikunni.

Í frétt BBC segir að árið 2009 hafi virkir notendur MSN verið um 300 milljónir en þeim hefur fækkað verulega síðustu ár.

Spjallforritið hóf innreið sína á Kínamarkað árið 2005, en hefur átt í harðri samkeppni við kínversk forrit á borð við QQ Messenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×