Enski boltinn

Moyes vildi ekki Özil síðasta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil með Aaron Ramsay.
Mesut Özil með Aaron Ramsay. Mynd/NordidPhotos/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi það í viðtali í Mirror að félagið hafi átt möguleika á því að kaupa Þjóðverjann Mesut Özil frá Real Madrid síðasta sumar.

Ekkert varð af kaupum Unitdd, Arsenal keypti þýska landsliðsmanninn síðan rétt áður en glugginn lokaði og Özil hefur átti mikinn þátt í frábæru gengi liðsins. United og Arsenal mætast í stórleik helgarinnar á Old Trafford á morgun.

„Við vorum aldrei nálægt því að kaupa hann en við vorum búnir að ræða möguleikann. Við þurftum ekki leikmann í þessa stöðu á þeim tíma. Okkur var boðinn leikmaðurinn en okkar mat var að við þyrftum ekki á honum að halda," sagði David Moyes í Mirror í morgun.

„Við vorum með bæði Shinji Kagawa og Wayne Rooney sem og fleiri líka leikmenn. Við vorum að leita að leikmönnum í aðrar stöður," bætti Moyes við.

Mesut Özil er með 5 stoðsendingar og 2 mörk í fyrstu 7 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Arsenal hefur náð í 19 stig af 21 mögulegu í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×