Enski boltinn

Mourinho lyftir bikar á 35 leikja fresti

Mourinho með nýjasta bikarinn.
Mourinho með nýjasta bikarinn. vísir/getty
„Það er erfitt fyrir mig að lifa án titla. Ég þrífst á því," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea, eftir sigur sinna manna á Tottenham í úrslitum enska deildabikarsins um síðustu helgi.

Það er ástæða fyrir því að Mourinho er á lífi. Hann lyftir nefnilega bikurum á 35 leikja fresti. Titillinn um helgina var númer 21 á ferlinum hjá honum.

Þó svo það sé frábært að vinna titil á 35 leikja fresti þá hafa aðrir gert betur. Besta árangurinn er Pep Guardiola, þjálfari Bayern, með.

Hann lyftir bikurum á 19 leikja fresti og er búinn að lyfta 19 bikurum á frekar stuttum ferli. Magnaður árangur.

Hinn goðsagnakenndi stjóri Liverpool, Bob Paisley, vann 20 titla og lyfti þeim á 26 leikja fresti.

Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, er búinn að vera lengi í bransanum en þrátt fyrir það hefur hann lyft bikurum á 43 leikja fresti.

Sir Alex Ferguson stýrði liði í 2.131 leik á ferlinum. Vann 44 titla og lyfti bikar á 48 leikja fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×