Enski boltinn

Mourinho ekki með enska bikarinn á liðsmyndinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hvar er bikarinn?
Hvar er bikarinn? mynd/twitter síða Manchester United
Manchester United auglýsti á Twitter-síðu sinni í vikunni að nú væri hægt að panta sér veggspjald af nýrri liðsmynd United-liðsins.

Þegar lið stilla sér svona upp fyrir opinberar liðsmyndir eru þau vanalega með alla þá titla sem þau eru handhafar að. Manchester United vann enska bikarinn í maí og Samfélagsskjöldinn í byrjun leiktíðar.

Annan bikarinn vantar þó og það er enski bikarinn sem United vann undir stjórn Louis van Gaal þegar liðið lagði Crystal Palace í framlengdum leik í maí. Það var í fyrsta sinn sem United varð bikarmeistari síðan 2004.

Mourinho var samt mættur með Samfélagsskjöldinn sem hann vann á myndina en BBC gerði skemmtilegt myndband þar sem aðeins er nýtt í portúgalska knattspyrnustjórann fyrir að sleppa enska bikarnum.

Twitter-síða ensku bikarkeppninnar var heldur ekki sátt með þetta og svaraði tísti United með emoji af sorgmæddum manni eins og sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×