Enski boltinn

Mourinho: Terry að spila eins og fyrir tíu árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho og John Terry.
Jose Mourinho og John Terry. Vísir/Getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er afar ánægður með fyrirliða sinn John Terry en Terry skoraði fyrra mark Chelsea í 2-0 sigri á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Að mati Mourinho er John Terry að spila eins og þegar hann kom fyrst til Chelsea fyrir tíu árum síðan en Terry er orðinn 34 ára gamall.

„Hann er virkilega hættulegur í föstum leikatriðum, mjög öflugur í loftinu og skapar því alltaf hættu," sagði José Mourinho.

„Þegar ég kom aftur til Chelsea þá var Terry í smá vandræðum. Ferill Johns fór upp og niður og hann var ekki að spila reglulega með liðinu," sagði Mourinho.

„Á síðustu tímabilum hefur hann næstum því spilað alla leiki liðsins og hann er að spila nákvæmlega eins og þegar ég var hjá Chelsea frá 2004 til 2007," sagði John Terry.

Mark John Terry í gær þýðir að hann hefur nú skorað á fimmtán tímabilum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Sigur Chelsea þýðir ennfremur að liðið verður með þriggja stiga forskot á Manchester City um jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×