Enski boltinn

Mourinho: Hazard einn þriggja bestu leikmanna heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hazard fagnar marki sínu um helgina.
Hazard fagnar marki sínu um helgina. Vísir/Getty
Eden Hazard skoraði sigurmark Chelsea gegn Manchester United um helgina og Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir leikmanninn í sérflokki.

Mourinho hefur lengi sagt að Hazard sé besti leikmaður ensku deildarinnar og að það yrði hneyksli ef hann yrði ekki kosinn leikmaður ársins. Hann er tilnefndur sem bæði besti leikmaður deildarinnar sem og besti ungi leikmaðurinn.

„Hann er krakki en hann er líka fjölskyldumaður og einn af þremur bestu leikmönnum heims,“ sagði Mourinho við enska fjölmiðla og setti Hazard í flokk með Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

„Því fylgir ábyrgð og hann hefur tekist vel á við hana. Ef fólk verður sanngjarnt fær hann verðlaun sem leikmaður ársins en verðlaunin sem ég vill að hann vinni er fyrir sigur í ensku úrvalsdeildinni.“

„Ég hef unnið með mörgum stjörnum en hann er afar hógvær stjarna. Þetta er frábær strákur.“

„Hann er enn að styrkja sig, bæði andlega og líkamlega. Hann skilur hlutverkið sitt og veit að hæfileikar hans eru undirstöðuatriði fyrir liðið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×