Lífið

Mótmæltu klæddar eins og karlar

Ellý Ármanns skrifar
Fjöldi kvenna sem starfar við kvikmyndagerð vakti athygli á Edduverðlaunahátíðinni síðustu helgi þegar þær mættu í jakkafötum og með skegg. Lífið setti sig í samband við Bergljótu Arnalds leikkonu sem sagði að gjörningurinn hafi verið gerður til að vekja athygli á rýrum hlut kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi. Engin kona var tilnefnd í ár í flokknum leikstjóri ársins og heldur engin í flokknum sjónvarpsmaður ársins. Þá náðist ekki heldur að fylla kvótann þegar kom að tilnefningum fyrir bestu leikkonuna en aðeins þrjár konur voru tilnefndar.

Það er staðreynd að konur eiga erfitt uppdráttar í kvikmyndagerð, fá bitastæð kvenhlutverk eru skrifuð, lítið fjallað um heim kvenna frá þeirra sjónarhorni og erfiðara er fyrir konur að fjármagna verk sín.

Í gervum karlmanna mátti sjá margar þekktar kvikmyndagerðarkonur þar á meðal Bergljótu Arnalds, Elísabetu Rónaldsdóttur, Ísold Uggadóttur, Laufey Elíasdóttur, Veru Sölvadóttur og margar fleiri. Sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi:

Kristín Jóhannesdóttir hlaut heiðursverðlaunin á Eddunni í ár og talaði meðal annars um alvarleika málsins fyrir þjóðfélagið í ræðu sinni.
Steffi Thors og Bergljót Arnalds.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×